Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2022 09:01 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað með landsliðinu síðan 2007. Hún telur að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn gott og núna. vísir/vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót á Englandi í júlí. Ísland tapaði öllum leikjunum sínum á EM 2009 og 2017 en komst í átta liða úrslit 2013. „Fyrsta stórmótið sem við fórum á, það var smá gleði að komast þangað. Maður lenti smá á vegg að spila við allar þessar stóru þjóðir. Sjálf var ég átján ára að spila við þessa stóru leikmenn. Eftirminnilegast var þegar við komust upp úr riðlinum. Það var ótrúlega stórt,“ sagði Sara í samtali við Vísi fyrir leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM um miðjan apríl. Sara segir íslenska hópinn í dag mjög sterkan enda margir leikmenn liðsins á mála hjá öflugum liðum erlendis. „Svo sér maður þróunina á hópnum. Við höfum örugglega aldrei verið með svona marga atvinnumenn, hvað þá í svona ótrúlega sterkum liðum og deildum. Maður er ennþá spenntari fyrir þessu stórmóti, að sjá hvernig okkur muni ganga því við erum með frábæran hóp. Ég er ótrúlega bjartsýn fyrir þennan riðil. Hann er sterkur en ég held að við eigum möguleika á að komast upp úr honum. Þetta verður ótrúlega spennandi,“ sagði Sara. Klippa: Sara um styrk landsliðsins En hefur Ísland einhvern tímann átt jafn sterkt landslið og nú? „Eins og þróunin er núna held ég ekki. Bara það að við séum allar að spila á svona háu getustigi gefur liðinu ótrúlega mikið. Það gefur leikmönnum og liðinu sjálfstraust,“ svaraði Sara. „Líka hvernig landsliðið hefur spilað undanfarið og leikmennirnir sem hafa komið inn; margir X-faktorar sem við höfum þurft á að halda. Hópurinn er geggjaður og við eigum góða möguleika.“ Ísland er með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi í riðli á EM í Englandi sem hefst 6. júlí.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01 Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sara fékk ekki þann stuðning sem hún vonaðist eftir frá Lyon Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, yfirgefur Lyon í sumar þegar samningur hennar við félagið rennur út. 18. maí 2022 09:01
Hæstánægð eftir skiptin til Puma: „Fannst Nike ekki gera nógu mikið“ Puma hafði gengið með grasið í skónum eftir Söru Björk Gunnarsdóttur í tvö ár áður en hún samdi við íþróttavöruframleiðandann. Hún segir að Puma geri meira fyrir sig en Nike sem hún var áður samningsbundinn. 5. maí 2022 09:00