Smitið greindist í Viken-sýslu þar sem hinn smitaði er búsettur. Hann hafði orðið veikur eftir komuna til Noregs frá ótilgreindu landi í Evrópu þar sem hann ferðaðist. Samkvæmt NRK verður hvorki greint frá kyni og aldri hins smitaða, né landinu sem hann var ferðamaður í.
Sýni úr þeim smitaða var skoðað á háskólasjúkrahúsinu í Osló og hefur smitrakning nú þegar hafist.
Noregur er fjórða Norðurlandið þar sem apabóla greinist, áður hafði hún greinst í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.