Með sigrinum gerðu Tumi og félagar nánast út um vonir Nordhorn um að vinna sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Nordhorn þarf nú að vinna seinustu tvo leiki sína og treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum.
Heimamenn í Coburg leiddu með einu marki að loknum fyrri hálfleik, 17-16, og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 31-28.
Tumi Steinn skoraði fjögur mörk fyrir Coburg ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína. Tumi og félagar sitja í 11. sæti deildarinnar með 35 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.