Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2022 08:58 Mynd: Valdimar Hilmarsson Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. Síðustu árin hefur urriðinn verið mun algengari í vatninu og á færi veiðimanna en á þessu tímabili, og sérstaklega síðustu tvær vikur, hefur bleikjan verið að veiðast vel. Hún virðist koma vel undan vetri, er bæði væn og feit. Það eru nokkrir staðir við vatnið sem viðast gjöfulli á bleikjuna en aðrir og þar má nefna Riðhól, Þingnes, Engjarnar og svæðið milli Elliðavatnsbæjar og Riðhóls. Ástæðan fyrir því er að þarna eru uppsprettur af köldu vatni sem bleikjan sækir í og sérstaklega snemma á morgnana og á kvöldin á hlýjum dögum. Það er sem fyrr alltaf besta aðferðin við að ná bleikjunni að nota alla vega eina og hálfa stangarlengd í taum, granna 4-5 punda tauma, litlar flugur í stærðum 16-18# og draga löturhægt inn. Það er líka gaman að skella þurrflugunni undir þegar það er mikil uppítaka og þannig hefur það verið á lygnum kvöldum við vatnið, það er bókstaflega fiskur að vaka um allt. Besti tíminn í vatninu er júní og inní júlí og það verður líklega sagt af mörgum að það eru fá vötn sem búa til jafn marga góða silungsveiðimenn eins og Elliðavatn. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði
Síðustu árin hefur urriðinn verið mun algengari í vatninu og á færi veiðimanna en á þessu tímabili, og sérstaklega síðustu tvær vikur, hefur bleikjan verið að veiðast vel. Hún virðist koma vel undan vetri, er bæði væn og feit. Það eru nokkrir staðir við vatnið sem viðast gjöfulli á bleikjuna en aðrir og þar má nefna Riðhól, Þingnes, Engjarnar og svæðið milli Elliðavatnsbæjar og Riðhóls. Ástæðan fyrir því er að þarna eru uppsprettur af köldu vatni sem bleikjan sækir í og sérstaklega snemma á morgnana og á kvöldin á hlýjum dögum. Það er sem fyrr alltaf besta aðferðin við að ná bleikjunni að nota alla vega eina og hálfa stangarlengd í taum, granna 4-5 punda tauma, litlar flugur í stærðum 16-18# og draga löturhægt inn. Það er líka gaman að skella þurrflugunni undir þegar það er mikil uppítaka og þannig hefur það verið á lygnum kvöldum við vatnið, það er bókstaflega fiskur að vaka um allt. Besti tíminn í vatninu er júní og inní júlí og það verður líklega sagt af mörgum að það eru fá vötn sem búa til jafn marga góða silungsveiðimenn eins og Elliðavatn.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði