Sverrir hjálpar arftaka sínum og Grindavík án þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 14:46 Sverrir Þór Sverrisson þjálfaði síðast lið Grindavíkur síðustu mánuði leiktíðarinnar en er nú kominn aftur til Keflavíkur. vísir/vilhelm Körfuboltaþjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson er snúinn aftur til Keflavíkur og verður aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins á næstu leiktíð. Sverrir verður þar með Hjalta Þór Vilhjálmssyni til aðstoðar. Hjalti hefur stýrt Keflvíkingum síðustu þrjú ár eftir að hafa tekið við liðinu af Sverri sem steig til hliðar vegna anna á öðrum vettvangi. Sverrir þjálfaði síðast lið Grindavíkur sem hann tók við í febrúar eftir að Daníel Guðni Guðmundsson var látinn fara. Grindvíkingar eru þar með án þjálfara sem stendur. Á heimasíðu keflavíkur segir að mikil ánægja ríki með endurkomu Sverris: „Sverrir hefur margsannað sig sem þjálfari og klárt mál að hann mun færa liðinu og klúbbnum í heild stemmningu og gleði, eitthvað sem honum fylgir,“ segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýr formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. „Þá mun reynsla hans, sigurvilji og elja koma til með að hjálpa leikmönnum og öllum í kringum klúbbinn. Við höfum rosalega mikla trú á því að hann og Hjalti komi til með að mynda gott þjálfarapar og styðja hvorn annan til góðra verka,“ segir Magnús. „Mjög spenntur að koma inn sem aðstoðarmaður Hjalta“ Keflavík endaði í 5. sæti Subway-deildarinnar á síðustu leiktíð en féll út gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist Sverrir vera klár í slaginn: „Mér líst mjög vel á það sem er í gangi í Keflavík, mikill kraftur í nýrri stjórn að byggja ofan á síðustu tímabil og gera enn betur. Ég er þar að leiðandi mjög spenntur að koma inn sem aðstoðarmaður Hjalta og hef fulla trú á að við munum verða öflugt teymi.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Sverrir verður þar með Hjalta Þór Vilhjálmssyni til aðstoðar. Hjalti hefur stýrt Keflvíkingum síðustu þrjú ár eftir að hafa tekið við liðinu af Sverri sem steig til hliðar vegna anna á öðrum vettvangi. Sverrir þjálfaði síðast lið Grindavíkur sem hann tók við í febrúar eftir að Daníel Guðni Guðmundsson var látinn fara. Grindvíkingar eru þar með án þjálfara sem stendur. Á heimasíðu keflavíkur segir að mikil ánægja ríki með endurkomu Sverris: „Sverrir hefur margsannað sig sem þjálfari og klárt mál að hann mun færa liðinu og klúbbnum í heild stemmningu og gleði, eitthvað sem honum fylgir,“ segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýr formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. „Þá mun reynsla hans, sigurvilji og elja koma til með að hjálpa leikmönnum og öllum í kringum klúbbinn. Við höfum rosalega mikla trú á því að hann og Hjalti komi til með að mynda gott þjálfarapar og styðja hvorn annan til góðra verka,“ segir Magnús. „Mjög spenntur að koma inn sem aðstoðarmaður Hjalta“ Keflavík endaði í 5. sæti Subway-deildarinnar á síðustu leiktíð en féll út gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum. Sjálfur segist Sverrir vera klár í slaginn: „Mér líst mjög vel á það sem er í gangi í Keflavík, mikill kraftur í nýrri stjórn að byggja ofan á síðustu tímabil og gera enn betur. Ég er þar að leiðandi mjög spenntur að koma inn sem aðstoðarmaður Hjalta og hef fulla trú á að við munum verða öflugt teymi.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira