Körfubolti

Sömu fé­lög að spila í tveimur í­þróttum í sama húsinu á sama tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalið Hauka og Vals spila tvisvar á Ásvöllum í kvöld eða bæði í Olís-deild kvenna sem og í Bónus-deild kvenna.
Kvennalið Hauka og Vals spila tvisvar á Ásvöllum í kvöld eða bæði í Olís-deild kvenna sem og í Bónus-deild kvenna. Vísir/Diego

Frændliðin Haukar og Valur mætast tvívegis á Ásvöllum í kvöld en þó í sitthvorri íþróttinni. Það gerir þetta að mjög sérstöku kvöldi ekki síst þar sem það eru sömu félög að mætast á báðum vígstöðvum.

Haukarnir búa svo vel eftir að þeir fengu Ólafssalinn á Ásvöllum að þeir geta verið með tvo fullgilda leiki í gangi á sama tíma.

Þannig verður það líka í kvöld þegar kvennalið félagsins í handbolta og körfubolta taka á móti Valskonum á Ásvöllum.

Leikur Hauka og Vals í Olís-deild kvenna í handbolta hefst klukkan 18.00 og fer fram í gamla salnum.

Leikur Hauka og Vals í Bónus-deild kvenna í körfubolta hefst síðan klukkan 19.15 og fer fram í nýja salnum sem var gefið nafnið Ólafssalur eftir Haukamanninum Ólafi Rafnssyni sem var bæði forseti ÍSÍ og formaður KKÍ.

Þetta þýðir að seinni hálfleikurinn í handboltanum fer fram á sama tíma og fyrri hálfleikurinn í körfuboltanum. Sömu félög er því að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma.

Stuðningsmenn félaganna geta því fært sig á milli salanna eftir því sem við á og stuttu við bæði kvennalið síns félags.

  • Miðvikudagur 5. nóvember 2025
  • Klukkan: 18:00 á Ásvöllum
  • Olís-deild kvenna í handbolta
  • Haukar-Valur
  • -
  • Miðvikudagur 5. nóvember 2025
  • Klukkan: 19:15 á Ásvöllum
  • Bónus-deild kvenna í körfubolta
  • Haukar-Valur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×