Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 16:50 Katrín Atladóttir var borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á nýafstöðnu kjörtímabili en hún gaf ekki kost á sér til frekari setu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
„Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira