„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Morfínríkur safi ópíumvalmúans fæst þegar blóm hans eru verkuð. EPA/Stringer Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum. Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum.
Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00