Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 11:01 Jóhann Þór (til hægri) handsalar samninginn. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira