Meintur banamaður Litvinenkos lést úr Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2022 18:29 Dmitry Kovtun lést á sjúkrahúsi í Moskvu úr Covid-19. Getty/Alexey Maishev Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19. Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim. Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Dmitry Kovtun var sakaður um að hafa, með Andrei Lugovoy, komið Litvinenko fyrir kattarnef árið 2006 fyrir hönd rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Kovtun lést á spítala í Moskvu samkvæmt frétt TASS, ríkisfjölmiðils í Rússlandi. Lugovoy, sem nú er hátt settur þingmaður í rússnesku Dúmunni, lýsti mikilli sorg í samtali við TASS og að hann syrgði dauða náins og trygglinds vinar. Dauði Litvinenko vakti mikla athygli á sínum tíma en hann hafði, áður en hann flúði til Bretlands, starfað fyrir hina alræmdu KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Áður en hann flúði var hann orðinn einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og fyrrverandi samstarfsmanns hans. Eftir flóttann til Bretlands starfaði Litvinenko hjá bresku leyniþjónustunni, MI6. Hann dó kvalarfullum dauða eftir að eitri var komið fyrir í tebolla sem hann drakk í Lundúnum. Eitrið, Polonium 210, er sjaldgæft og geislavirkt efni sem rakið var til Sovétríkjanna. Alexander Litvinenko á dánarbeðinu í Lundúnum.Getty/Natasja Weitsz Á dánarbeði sínu sakaði Litvinenko Pútín um að hafa fyrirskipað banatilræðið en yfirvöld í Kreml hafa alla tíð neitað aðkomu að dauða hans. Niðurstöður breskrar rannsóknar, sem kynntar voru árið 2016, bentu hins vegar til þess að banatilræðið hafi verið á vegum FSB og að þáverandi yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrushev, og Vladimír Pútín sjálfur hafi fyrirskipað tilræðið. Þá kom einnig fram í niðurstöðunum að Lugovoy og Kovtun hafi verið þeir sem komu eitrinu fyrir í tebolla Litvinenkos. Breskir rannsakendur höfðu fundið leyfar af polonium víða um Lundúnir, á stöðum þar sem tvíeykið hafði komið við, þar á meðal á skrifstofum, hótelum, flugvélum og á fótboltaleikvangi Arsenal. Báðir neituðu sök og Rússland neitaði að framselja þá til Bretlands fyrir réttarhöld í málinu. Þetta er ekki eina skiptið sem grunur hefur verið uppi um að Kreml hafi fyrirskipað eitrun fyrir Rússum á breskri grundu. Árið 2018 kom viðlíka mál upp þegar tilraun var gerð til að bana Sergei Skripal, sem var eitt sinn rússneskur njósnari, og Yuliu dóttur hans með taugaeitrinu novichok. Þrír rússneskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir banatilræðið gegn Skripal-feðginunum en bresk yfirvöld hafa ekki enn náð að rétta yfir þeim.
Rússland Bretland Taugaeitursárás í Bretlandi Andlát Tengdar fréttir Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni. 21. september 2021 10:52
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. 21. september 2021 08:59
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03