Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 12:15 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður, sem er á ferð um landið í sumar í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem sýndar verða á Stöð 2 og fara svo líka inn á Vísi. Einkasafn Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar
Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent