Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 15:41 Skúli Þór segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. Samsett Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. „Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34