„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2022 21:52 Ísak Bergmann náði vel saman við Arnór Sigurðsson í kvöld. Vísir/Diego Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. „Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira
„Mér finnst við koma miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og pressum þá í raun og veru nánast allan seinni hálfleikinn. Við fáum mikið af opnunum þar sem við erum að vinna boltann og hefðum kannski átt að gera betur, en heilt yfir er þetta bara solid leikur.“ segir Ísak. Albanar áttu fína kafla í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið var sett undir töluverða pressu. Það hafði gerst í upphafi leiks, þar sem Albanía fékk fjórar hornspyrnur á fyrstu sex mínútunum og á síðar í hálfleiknum þar sem legið hafði á íslenska liðinu áður en Albanía svo kemst yfir. Ísak útskýrir kaflana sem svo: „Við erum bara of passívir, myndi ég segja. Við erum ekki með hann stóra kafla, en við fáum samt - Arnór [Sigurðsson] fær nokkur færi þarna til að byrja með og ég líka. Þannig að við þurfum að skoða þessar dýfur í okkar leik, við megum ekki fara of neðarlega. En við eigum líka góða kafla svo við þurfum að vera aðeins stabílli í okkar leik. Við erum ungt lið og það mun koma.“ Ísak og Arnór, sem hann nefnir, náðu vel saman í leiknum og sköpuðu mestan usla af íslensku leikmönnunum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Báðir koma þeir af Akranesi og Ísak segir Skagataugina renna djúpt. „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu, sérstaklega er ég með við Hákon [liðsfélaga Ísaks hjá FC Kaupmannahöfn] en líka við Arnór. Mér finnst hann búinn að sýna í sinni frammistöðu hérna og líka úti í Ísrael að hann er klár að taka þessa stöðu. Hann berst allan leikinn, er með gæði. Þetta er ofboðslega vel gert hjá honum því hann hefur spilað nánast ekki neitt með Venezia og kemur hingað og á tvo mjög góða leiki,“ segir Ísak. Ísland mætir San Marínó í æfingaleik á fimmtudag áður en Ísrael heimsækir Laugardalinn á sunnudag í Þjóðadeildinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42