Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 11:03 Einar Þorsteinsson (t.v.), Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (f.m.) og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.h) þegar þau kynntu nýjan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur á öðrum degi hvítasunnu. Vísir/Ragnar Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. Hluti af málefnasamningi nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem var kynntur í gær er að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi og Kjalarnesi til að auka framboð á íbúðarhúsnæði í borginni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði að byrjað yrði fljótt að úthluta lóðunum í þættinum Bítinu á Bylgjunni þar sem hún var gestur ásamt Einari Þorsteinssyni, oddviti Framsóknarflokksins í morgun. Hún sagði að á skömmum tíma hafi ástandið á húsnæðismarkaði farið úr offramboði í Covid-faraldrinum yfir í skort nú. Meirihlutaflokkarnir hafi þegar staðið fyrir mesta uppbyggingarskeiði íbúðarhúsnæðis í sögunni undanfarin fjögur ár. Þeir séu klárir í slaginn nú að bæta enn í, bæði með frekari þéttingu úthverfanna og dreifingu byggðar. Húsnæðismál ekki eins og Neskaffi Bæði lögðu þau áherslu á að það tæki einhvern tíma að sjá árangurinn af húsnæðisátaki nýja meirihlutans. „Vandinn er sá að húsnæðis- og skipulagsmál eru ekki eitthvað eins og frítt í sund þar sem þú hættir að rukka. Nú er verkefnið á þessu kjörtímabili að snúa olíuskipinu. Þetta tekur tíma en verkefnið er að keyra þetta áfram eins hratt og hægt er, samt skynsamlega þannig að þetta verði vel heppnað. Ég er bara fullur bjartsýni,“ sagði Einar. Þórdís Lóa tók í sama streng. Búið væri að leggja jarðveginn, meðal annars með samþykkt nýs aðalskipulags, og lóðir séu fyrir hendi. „Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi þar sem þú blandar bara saman og ert kominn með kaffi. Þetta er langtímaáætlun, það er ekkert sem gerist bara á morgun.“ Þökk sé góðum undirbúningi sé hægt að fara hraðar af stað í uppbygginguna. Ef það hefði ekki verið gert hefði ekkert gerst næstu þrjú til fjögur árin. „Þessar breytingar sem við erum að fara í núna, við getum farið hratt og örugglega í þær,“ sagði Þórdís Lóa. Einhuga um að keyra Sundabraut áfram Hvað Sundabraut varðar stendur til að ráðast í umhverfismat strax í sumar. Þórdís Lóa sagði að í framhaldinu þyrfti að samráð við íbúa að eiga sér stað enda hefði framkvæmdin í för með sér mikið rask fyrir íbúa í Vogahverfi, Laugardal og Grafarvogi. Einar sagði að vafalaust yrði karpað um leiðarvalið fyrir Sundabraut. Nýi meirihlutinn ætlaði sér hins vegar að taka ákvarðanir og keyra verkefnið áfram. „Stóra fréttin er sú að þessi meirihluta er einhuga um það að keyra þetta verkefni áfram,“ sagði hann. Borgarbúar þyrftu þó að vera meðvitaðir um að samkvæmt fyrstu verkáætlun ætti framkvæmdum við Sundabraut ekki að ljúka fyrr en 2031. „En það þarf að stíga þessu stóru skref á þessu kjörtímabili svo að það verði af því.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46 Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Hluti af málefnasamningi nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar sem var kynntur í gær er að úthluta lóðum í Úlfarsárdal, Gufunesi og Kjalarnesi til að auka framboð á íbúðarhúsnæði í borginni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði að byrjað yrði fljótt að úthluta lóðunum í þættinum Bítinu á Bylgjunni þar sem hún var gestur ásamt Einari Þorsteinssyni, oddviti Framsóknarflokksins í morgun. Hún sagði að á skömmum tíma hafi ástandið á húsnæðismarkaði farið úr offramboði í Covid-faraldrinum yfir í skort nú. Meirihlutaflokkarnir hafi þegar staðið fyrir mesta uppbyggingarskeiði íbúðarhúsnæðis í sögunni undanfarin fjögur ár. Þeir séu klárir í slaginn nú að bæta enn í, bæði með frekari þéttingu úthverfanna og dreifingu byggðar. Húsnæðismál ekki eins og Neskaffi Bæði lögðu þau áherslu á að það tæki einhvern tíma að sjá árangurinn af húsnæðisátaki nýja meirihlutans. „Vandinn er sá að húsnæðis- og skipulagsmál eru ekki eitthvað eins og frítt í sund þar sem þú hættir að rukka. Nú er verkefnið á þessu kjörtímabili að snúa olíuskipinu. Þetta tekur tíma en verkefnið er að keyra þetta áfram eins hratt og hægt er, samt skynsamlega þannig að þetta verði vel heppnað. Ég er bara fullur bjartsýni,“ sagði Einar. Þórdís Lóa tók í sama streng. Búið væri að leggja jarðveginn, meðal annars með samþykkt nýs aðalskipulags, og lóðir séu fyrir hendi. „Húsnæðismál eru ekki eins og Neskaffi þar sem þú blandar bara saman og ert kominn með kaffi. Þetta er langtímaáætlun, það er ekkert sem gerist bara á morgun.“ Þökk sé góðum undirbúningi sé hægt að fara hraðar af stað í uppbygginguna. Ef það hefði ekki verið gert hefði ekkert gerst næstu þrjú til fjögur árin. „Þessar breytingar sem við erum að fara í núna, við getum farið hratt og örugglega í þær,“ sagði Þórdís Lóa. Einhuga um að keyra Sundabraut áfram Hvað Sundabraut varðar stendur til að ráðast í umhverfismat strax í sumar. Þórdís Lóa sagði að í framhaldinu þyrfti að samráð við íbúa að eiga sér stað enda hefði framkvæmdin í för með sér mikið rask fyrir íbúa í Vogahverfi, Laugardal og Grafarvogi. Einar sagði að vafalaust yrði karpað um leiðarvalið fyrir Sundabraut. Nýi meirihlutinn ætlaði sér hins vegar að taka ákvarðanir og keyra verkefnið áfram. „Stóra fréttin er sú að þessi meirihluta er einhuga um það að keyra þetta verkefni áfram,“ sagði hann. Borgarbúar þyrftu þó að vera meðvitaðir um að samkvæmt fyrstu verkáætlun ætti framkvæmdum við Sundabraut ekki að ljúka fyrr en 2031. „En það þarf að stíga þessu stóru skref á þessu kjörtímabili svo að það verði af því.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44 Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46 Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum. 7. júní 2022 09:44
Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili. 6. júní 2022 23:46
Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins. 6. júní 2022 19:21
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10