María á EM og markmiðið er verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 16:29 María Þórisdóttir er á leið á EM líkt og fyrir fimm árum. Getty/Boris Streubel María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag. Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon). Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon).
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn