Ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn var opnuð á Aflagranda Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 8. júní 2022 08:00 Valgeir (t.v.) og Sveinn Rúnar ásamt Anastasiu sem kom hingað til lands fyrir einungis sjö dögum. Vísir/Sigurjón Í gær var ný miðstöð fyrir úkraínska flóttamenn opnuð á Aflagranda. Húsnæðið sem starfsemin var áður í er sprungið utan af starfseminni. Um 300 manns komu saman í nýja húsnæðinu í kvöld. Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Miðstöðin er rekin af samtökunum Flottafólk en hún var áður staðsett í auglýsingastofunnar Pipar í Guðrúnartúni en ekki var lengur pláss þar fyrir alla sem vildu mæta. Hún var því færð á Aflagranda og var fjöldi fólks þar þegar fréttastofa kíkti í heimsókn. Eitt áttu flest allir sameiginlegt, að hafa bros á vör. „Það var ekki svoleiðis þegar við byrjuðum á þessu, en þetta er grunnurinn á því sem við erum að gera, að fólk sé að hittast og styrkja hvort annað. Það versta sem fólk lendir í er að týna brosinu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að þessu,“ sagði Valgeir Magnússon, stjórnarformaður hjá Pipar. Mun stærra húsnæði Í gamla húsnæðinu voru allt að 200 manns að koma saman á kvöldin og húsnæðið margfalt minna en það nýja. Það var því kærkomið að komast í stærra húsnæði. „Mér telst til að hér séu um 300 manns núna, við auglýstum þetta í gær. Fólk treystir því starfi sem við höfum verið að sinna því við höfum gert þetta með kærleik og gleði að leiðarljósi og mætingin er eftir því,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir og forsvarsmaður Flottafólks. Skemmtiatriði í kvöld Í miðstöðinni verður boðið upp á læknisþjónustu, hannyrðir og aðra afþreyingu en í kvöld verða það leiklistin og tónlistin sem taka öll völd. SYSTUR ætla að syngja Eurovision-lag sitt ásamt því að Anastasia Efimenko, úkraínskur flóttamaður sem kom hingað til lands fyrir viku síðan, mun syngja úkraínska þjóðsönginn fyrir gesti. Hún söng smá brot úr söngnum fyrir fréttamann Stöðvar 2.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira