Sport

Ásmundur: Svona eru sætustu sigrarnir

Andri Már Eggertsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Diego

Breiðablik vann Selfoss með einu marki í lokuðum leik á Kópavogsvelli. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með stigin þrjú. 

„Að vinna leik 1-0 er alltaf sætustu sigrarnir. Þetta voru frábær þrjú stig gegn sterku Selfoss liði,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leik.

Ásmundur var ánægður með hvernig Breiðablik spilaði út á velli gegn liði sem vill líkt og Breiðablik halda í boltann.

„Mér fannst við vera ofan á í leiknum. Við unnum boltann ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á til að komast í betri færi. Mér fannst við loka vel á þær en ég var aldrei rólegur og það mátti ekki miklu muna undir lok leiks að Selfoss myndi jafna leikinn.“

Breiðablik var mikið með boltann á vallarhelmingi Selfoss og hefði Ásmundur viljað sjá Breiðablik gera betur á síðasta þriðjungi.

„Það vantaði upp á gæðin eftir að við unnum boltann. Mér fannst vera of mikill æsingur og læti þegar við áttum að losa boltann. Ég hefði viljað sjá betri sendingar sem hefði hjálpað okkur að klára leikinn fyrr en að vinna með einu marki er frábær niðurstaða,“ sagði Ásmundur Arnarsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×