„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 16:30 Það hefur lítið gengið upp hjá Aftureldingu í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira