Samkeppniseftirlitið með verðhækkanir til skoðunar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2022 14:00 Þeir vöruflokkar þar sem ekki má finna samkeppni milli innlendrar og erlendrar framleiðslu eða þjónustu virðast veikastir fyrir verðhækkunum. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort greina megi samkeppnislagabrot í þeim verðhækkunum sem eiga sér stað um þessar mundir. Hagfræðingur bendir á að þeir vöruflokkar sem búi ekki við erlenda samkeppni hafi hækkað langmest. Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Greint var frá því í gær að vörukarfa ASÍ hefði hækkað í öllum matvöruverslunum sem könnunin nær til á síðustu sjö mánuðum. Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins, bendir á að síðustu ár hafi vöruflokkar á borð við mat og drykkjarvöru, tryggingar og bankaþjónustu verið veikir fyrir verðhækkunum. „Þessar greinar eiga það sameiginlegt að búa við lítið erlent samkeppnislegt aðhald. En svo eru flokkarnir sem búa við meira samkeppnislegt aðhald eins og undirflokkar vísitölunnar hvað varðar föt og skó, lítil heimilistæki og tölvur. Þeir hafa staðið í stað eða lækkað á síðustu árum,“ segir Valur. Virðast ekki lepja dauðann úr skel Verðhækkanirnar sem nú eigi sér stað, meðal annars vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu, virðist þróast eins. Ástæðan fyrir því að umræðan sé svo mikil um hækkanirnar nú segir Valur að sé meðal annars sú að fyrirtæki séu víða að skila metafkomu á sama tíma og þau hækka verð sín. „Þannig það virðist ekki vera að þau séu að lepja dauðann úr skel þrátt fyrir þessa bresti sem má finna víða um heim,“ segir hann. Valur Þráinsson er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að væntingar um aukna verðbólgu geti leitt til enn meiri verðhækkana en ella. „Það er raunveruleg hætta og sérstaklega á mörkuðum þar sem er til staðar mikið gegnsæi og fá fyrirtæki sem keppa. Þegar allir á markaðinum hafa væntingar til þess að keppinauturinn hækki þá verður það auðveldara heldur en þegar væntingarnar eru í hina áttina,“ segir Valur. Samkeppniseftirlitið hefur nú verið með það til skoðunar hvort finna megi bresti í samkeppni eða brot á lögum í vöruhækkunum síðustu vikna. „Við höfum væntingar til þess að niðurstöður þeirrar skoðunar gagnist og verði innlegg í umræðuna um einmitt þessi mál; hvort að verðhækkanirnar sem við sjáum hér á landi eru að gefa til kynna einhvers konar samkeppnisbresti eða ekki,“ segir Valur.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira