Liverpool nær samkomulagi við Núñez Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 13:51 Nunez í baráttunni við Joel Matip í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í vor. Fátt virðist koma í veg fyrir að þeir verði liðsfélagar á næstu dögum. Marc Atkins/Getty Images Liverpool hefur samið við úrúgvæska framherjann Darwin Núñez um kaup og kjör og aðeins samkomulag um kaupverð stendur í vegi fyrir vistaskiptum hans frá Benfica í Portúgal til ensku bikarmeistaranna. The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð. Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
The Athletic greinir frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi við Núñez. Greint var frá því í gær að Liverpool væri í viðræðum við Benfica um kaup á honum og virðist félagið hafa unnið hratt í samningamálum við leikmanninn sjálfan. Búist er við því að hann muni kosta Liverpool allt að 100 milljónir evra, um 80 milljónir punda, og yrði hann þar með dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Líklegt þykir að Liverpool greiði 80 milljónir evra fyrirfram og 20 milljónir geti fylgt í árangurstengdum greiðslum. Núñez er sagður hafa samþykkt fimm ára samning með um sex milljónir evra í árslaun. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er sagður vera mikill aðdáandi leikmannsins en hann skoraði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð, þar á meðal skoraði hann gegn Liverpool er liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu. Klopp heillaðist víst mikið af þeim úrúgvæska í einvígi liðanna og Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, lét nýlega hafa eftir sér að Núñez væri á meðal öflugustu mótherja sem hann hefði mætt. Líklegt þykir að Núñez fylli í skarð Sadio Mané hjá Liverpool en sá senegalski er líklega á leið til Bayern Munchen í Þýskalandi. Þau skipti hafa legið í loftinu um þónokkurn tíma en félögin eiga þar eftir að ná samkomulagi um kaupverð.
Enski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira