Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Siggeir Ævarsson skrifar 23. ágúst 2025 23:01 Max Dowman fagnar vítaspyrnunni sem hann fiskaði með Ethan Nwaneri en þeir eru yngstu tveir leikmenn í sögu deildarinnar EPA/ANDY RAIN Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. Dowman, sem er 15 ára og 235 daga, kom inn á í stöðunni 4-0 á 64. mínútu og átti í fullu tré við fullorðna karlmenn í liði Leeds. Hann var hársbreidd frá því að skora með langskoti þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teiginn og fiskaði síðan vítaspyrnu undir lokin og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að krækja í víti. Liðsfélagi Dowman, Ethan Nwaneri, er yngsti leikmaður í sögu deildarinnar, en hann var 54 dögum yngri þegar hann kom fyrst við sögu í deildarleik með Arsenal. Þeir félagar komu báðir inn á sem varamenn í dag í lið Arsenal. Dowman verður 16 ára þann 31. desember næstkomandi sem er merkilegt út af fyrir sig en undanfarin ár hafa leikmenn sem fæddir eru snemma á árinu hlotið meiri framgang í yngri flokkum en Dowman gæti bókstaflega ekki verið fæddur seinna á árinu. Max Dowman is the youngest player to win a penalty in Premier League history. His Premier League debut by numbers:27 minutes played 15 touches5 duels won 5 touches in opp. box 2 shots 2 fouls won 2 tackles 1 penalty won Going to be some player. 💫 pic.twitter.com/7I9YKnZhkg— Squawka (@Squawka) August 23, 2025 Hér að neðan má sjá lista yfir tíu yngstu leikmenn í sögu deildarinnar. Þegar rennt er yfir listann má glöggt sjá að það er ekki endilega samasemmerki á milli þess að hljóta eldskírn í deildinni ungur og að ná langt á ferlinum sem atvinnumaður. Tíu yngstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Ethan Nwaneri (Arsenal) – 15 ára og 181 dags. Max Dowman (Arsenal) – 15 ára og 235 daga. Jeremy Monga (Leicester City) – 15 ára og 271 daga. Harvey Elliott (Fulham) – 16 ára og 30 daga. Matthew Briggs (Fulham) – 16 ára og 68 daga. Izzy Brown (West Bromwich Albion) – 16 ára og 117 daga. Aaron Lennon (Leeds Utd) – 16 ára og 129 daga. Jose Baxter (Everton) – 16 ára og 191 dags. Rushian Hepburn-Murphy (Aston Villa) – 16 ára og 198 daga. Gary McSheffrey (Coventry City) – 16 ára og 198 daga. Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira
Dowman, sem er 15 ára og 235 daga, kom inn á í stöðunni 4-0 á 64. mínútu og átti í fullu tré við fullorðna karlmenn í liði Leeds. Hann var hársbreidd frá því að skora með langskoti þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teiginn og fiskaði síðan vítaspyrnu undir lokin og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögunni til að krækja í víti. Liðsfélagi Dowman, Ethan Nwaneri, er yngsti leikmaður í sögu deildarinnar, en hann var 54 dögum yngri þegar hann kom fyrst við sögu í deildarleik með Arsenal. Þeir félagar komu báðir inn á sem varamenn í dag í lið Arsenal. Dowman verður 16 ára þann 31. desember næstkomandi sem er merkilegt út af fyrir sig en undanfarin ár hafa leikmenn sem fæddir eru snemma á árinu hlotið meiri framgang í yngri flokkum en Dowman gæti bókstaflega ekki verið fæddur seinna á árinu. Max Dowman is the youngest player to win a penalty in Premier League history. His Premier League debut by numbers:27 minutes played 15 touches5 duels won 5 touches in opp. box 2 shots 2 fouls won 2 tackles 1 penalty won Going to be some player. 💫 pic.twitter.com/7I9YKnZhkg— Squawka (@Squawka) August 23, 2025 Hér að neðan má sjá lista yfir tíu yngstu leikmenn í sögu deildarinnar. Þegar rennt er yfir listann má glöggt sjá að það er ekki endilega samasemmerki á milli þess að hljóta eldskírn í deildinni ungur og að ná langt á ferlinum sem atvinnumaður. Tíu yngstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Ethan Nwaneri (Arsenal) – 15 ára og 181 dags. Max Dowman (Arsenal) – 15 ára og 235 daga. Jeremy Monga (Leicester City) – 15 ára og 271 daga. Harvey Elliott (Fulham) – 16 ára og 30 daga. Matthew Briggs (Fulham) – 16 ára og 68 daga. Izzy Brown (West Bromwich Albion) – 16 ára og 117 daga. Aaron Lennon (Leeds Utd) – 16 ára og 129 daga. Jose Baxter (Everton) – 16 ára og 191 dags. Rushian Hepburn-Murphy (Aston Villa) – 16 ára og 198 daga. Gary McSheffrey (Coventry City) – 16 ára og 198 daga.
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Sjá meira