Lið Óttars segir öldungardeildarþingmanni að halda sig frá félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 08:31 Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð. Twitter@oaklandrootssc Bandaríska fótboltaliðið Oakland Roots hefur sent öldungardeildarþingmanninum Ted Cruz skýr skilaboð eftir nýjasta útspil þingmannsins á Twitter-síðu sinni. Óttar Magnús Karlsson leikur með félaginu. Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar. Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar.
Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira