Heimildamynd um afmælistónleika FM95BLÖ kemur út í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:00 Stemmningin á tónleikunum þann 13.maí var mögnuð enda Laugardalshöllin troðfull. Vísir Strákarnir í FM95BLÖ héldu stórtónleika þann 13.maí í Laugardalshöllinni þar sem þeir fögnuðu 10 ára afmæli útvarpsþáttanna. Nú er á leiðinni heimildamynd um tónleikana. Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“ FM95BLÖ FM957 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“
FM95BLÖ FM957 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Fleiri fréttir Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira