Heimildamynd um afmælistónleika FM95BLÖ kemur út í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 22:00 Stemmningin á tónleikunum þann 13.maí var mögnuð enda Laugardalshöllin troðfull. Vísir Strákarnir í FM95BLÖ héldu stórtónleika þann 13.maí í Laugardalshöllinni þar sem þeir fögnuðu 10 ára afmæli útvarpsþáttanna. Nú er á leiðinni heimildamynd um tónleikana. Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“ FM95BLÖ FM957 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Þeir Auddi Blö, Steindi Jr. og Egill Einarsson mynda tríóið á bakvið FM95BLÖ en tíu ár eru síðan útvarpsþátturinn fór í loftið. Fyrstu árin var hann sendur út fimm sinnum í viku en nú er hann á dagskrá alla föstudaga klukkan 16:00 á FM957 og er meðal vinsælustu útvarpsþátta landsins. Í tilefni 10 ára afmælisins voru haldnir stórtónleikar í Laugardalshöllinni þann 13.maí síðastliðinn. Uppselt var í Höllina en fjölmargir listamenn komu fram á tónleikunum, Basshunter, Bríet, Friðrik Dór, Aron Can, Jóhanna Guðrún, DJ Muscleboy, Sverrir Bergmann, Birgitta Haukdal, Sveppi, Birnir, Flóni, ClubDub og Rikki G. Nú er á leiðinni heimildamynd þar sem skyggnst verður á bakvið tjöldin á tónleikunum. Árni Beinteinn er leikstjóri myndarinnar en búið er að gefa út sýnishorn úr myndinni. „Að gera svona „aftermovie“ tíðkast almennt á stórum sambærilegum tónlistarhátíðum í útlöndum og markmiðið er að fanga stuðið á stærstu tónleikum íslandssögunnar þar sem stemmningin var bókstaflega sturluð,“ sagði Árni Beinteinn þegar Vísir náði tali af honum. Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur komið fram í nokkrum leikritum. „Ég var bæði að taka myndefni bakvið tjöldin og úr sal með landslið aðstoðarmanna á myndavélum á mikilvægum augnablikum. Fólk hafði aldrei séð neitt í líkingu við þetta kvöld og nú er verkefnið framundan að koma þessu til skila.“ „Erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók“ Hann segir að myndin hefði helst þurft að vera í fullri lengd en segist ætla að hafa hana hnitmiðaða til að halda athygli fólks. „Það ríkir gríðarleg leynd yfir innihaldi og myndefni frá viðburðinum enda stórar stjörnur á bakvið tjöldin og maður finnur að spenningurinn fyrir myndinni eykst stöðugt. Nú var loksins búið að henda saman „trailer“ en bara að horfa á efnið í rauntíma úr öllum vélum tæki fjóra mánuði.“ Hann segist passa vel upp á myndefnið. „Eins og er geymi ég allt á flakkara sem er erfiðara að nálgast en uppskriftina að kók.“ Hann segir að í myndinni verði stemmning á því stigi sem enginn hefur séð - nema þá mögulega í sýnishorninu. „Það verða stór nöfn úr tónlistarsenunni á bakvið tjöldin sem tjá sig og að sjálfsögðu tökum við reglulega púlsinn á afmælisstrákunum sem báru hitann og þungann af vörumerkinu þetta kvöld.“ „Almennt er markmiðið að vanda til verka svo fólk geti sleppt því að kaupa miða á tónleikahátíðir erlendis og byrjað að undirbúa sig fyrir 20 ára afmælið.“
FM95BLÖ FM957 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira