Mætir Ólympíumeistaranum á morgun: „Á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2022 23:32 Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn gegn hinni bresku Lauren Price á morgun. Christian Hestnæs/mmafrettir.is Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mætir í hringinn á morgun þegar hún berst við bresku hnefaleikakonuna Lauren Price í OVO Arena Wembley. Lauren Price vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó, en þetta verður hennar fyrsti atvinnumannabardagi. „Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
„Hún var með andstæðing sem datt út af því að hann náði ekki að uppfylla læknisskoðun og allt þetta,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi, aðspurð að því hvað varð til þess að hún fékk bardaga á móti Ólympíumeistaranum. „Þannig að á föstudagskvöld fékk ég þetta boð frá umboðsmanninum sem var svo samþykkt á laugardaginn var.“ Flestir hefðu líklega kosið lengri tíma til æfinga fyrir bardaga gegn ríkjandi Ólympíumeistara, en Valgerður segir æfingarnar í vikunni þó hafa gengið vel. „Þær æfingar sem ég náði hafa gengið mjög vel. Ég er með góða æfingafélaga og ég leitaði náttúrulega bara þangað strax á föstudagskvöldið þannig að ég byrjaði strax að undirbúa mig. Ég var alveg í fínu formi fyrir en það var bara spurning um að koma sér í boxform eins og maður segir. Það er ekkert það sama að vera í formi og boxformi.“ „Hún [Lauren Price] er reyndar alveg töluvert þyngri en ég er vön. Hún er að koma úr 69-75 kg flokki og kemur niður í 66,6 kg. Ég er vön að keppa í 59-61 kg þannig að það er líka stökk upp fyrir mig. Þetta eru allskonar áskoranir fyrir mig.“ Vissi ekki hver andstæðingurinn var í seinustu viku Lauren Price með Ólympíugullið.Buda Mendes/Getty Images Lauren Price er 27 ára boxari frá Wales og Bretarnir binda miklar vonir við hana. Eins og áður segir er þetta hennar fyrsti atvinnumannabardagi, en bresku miðlarnir segja þetta upphafið á ferli sem er ætlað að enda með margföldum heimsmeistaratitli. „Ég hafði svo sem ekki fylgst með henni áður. Ég vissi bara ekki hver hún var fyrr en ég tók þessum bardaga. Líklega af því að hún er ekkert nálægt mínum þyngdarflokki þannig að ég var kannski bara ekkert að spá í þessu,“ sagði Valgerður aðspurð að því hvort hún hafi fylgst með ferli andstæðingsins. „Þetta verður mjög krefjandi og ég veit að ég á eftir að græða mjög mikið á þessum bardaga, sama hvað gerist. Líka bara að fá að keppa á svona stóru korti og vera „Co-main event“. Við erum bara næst síðasti bardaginn og svo titilbardaginn. Þannig að það er bara geggjað.“ Getur verið stökk fyrir íslenskt bardagafólk Vísir ræddi einnig við Oscar Luis Juto, en hann þjálfaði Valgerði á sínum tíma. Oscar og Valgerður eru enn í miklu sambandi og Valgerður leitar til hans fyrir bardaga sem þennan. Oscar segir að bardagi af þessari stærðargráðu geti verið stökkpallur bæði fyrir Valgerði og annað íslenskt bardagafólk og Valgerður er sammála því. „Já, klárlega. Við erum sterk íþróttaþjóð eins og við vitum og í bardagaíþróttum líka. Þó að það fari ekki hátt þá erum við að gera góða hluti í áhugamannaboxi og MMA,“ sagði Valgerður að lokum. Valgerður og Lauren Price mætast í hringnum á morgun.Instagram/@valgerdurgud
Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira