Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 11:01 Frenkie de Jong hefur verið orðaður við Manchester United í nokkrar vikur. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verk að vinna í félagsskiptaglugganum. Svo virðist sem hann vilji ólmur fá Frenkie de Jong til Menchester-borgar, en De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Ef marka má greinar frá The Guardian og Sky Sports var fyrsta tilboði United í leikmanninn hafnað af forráðamönnum Barcelona. The Guardian segir að United hafi boðið tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn. Aðrir miðlar, svo sem BBC, segja þó að ekkert boð í leikmanninn hafi borist frá United. Ekki enn í það minnsta. Félagsskiptamógúllinn Fabrizio Romano segir einnig frá því að fyrsta boði United í leikmanninn hafi verið hafnað. Samkvæmt hans heimildum bauð United tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn, þar af væru tæplega tíu milljónir í árangurstengda bónusa. Manchester United have made an opening proposal for Frenkie de Jong after talks started June 1. €60m plus €10m add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCBarcelona have turned down this opening bid - but clubs remain in contact.De Jong has never indicated his desire to anyone. He’s still waiting. pic.twitter.com/UlW7NurAAi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 10, 2022 De Jong gekk í raðir Barcelona frá Ajax árið 2019 fyrir 65 milljónir punda. Síðan þá hefur hann leikið 140 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 13 mörk. Miðsvæðið er klárlega sú staða sem þarfnast hvað mestrar styrkingar hjá United í sumar, en Paul Pogba, Nemanja Matic og Juan Mata eru allir á leið frá félaginu. Rauðu djöflarnir eru því heldur undirmannaðir á miðsvæðinu og koma Frenkie de Jong gæti því verið eitt skref í átt að lausn við þeim vanda. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verk að vinna í félagsskiptaglugganum. Svo virðist sem hann vilji ólmur fá Frenkie de Jong til Menchester-borgar, en De Jong lék undir stjórn Ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Ef marka má greinar frá The Guardian og Sky Sports var fyrsta tilboði United í leikmanninn hafnað af forráðamönnum Barcelona. The Guardian segir að United hafi boðið tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn. Aðrir miðlar, svo sem BBC, segja þó að ekkert boð í leikmanninn hafi borist frá United. Ekki enn í það minnsta. Félagsskiptamógúllinn Fabrizio Romano segir einnig frá því að fyrsta boði United í leikmanninn hafi verið hafnað. Samkvæmt hans heimildum bauð United tæplega 60 milljónir punda í leikmanninn, þar af væru tæplega tíu milljónir í árangurstengda bónusa. Manchester United have made an opening proposal for Frenkie de Jong after talks started June 1. €60m plus €10m add-ons. 🚨🇳🇱 #MUFCBarcelona have turned down this opening bid - but clubs remain in contact.De Jong has never indicated his desire to anyone. He’s still waiting. pic.twitter.com/UlW7NurAAi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 10, 2022 De Jong gekk í raðir Barcelona frá Ajax árið 2019 fyrir 65 milljónir punda. Síðan þá hefur hann leikið 140 leiki fyrir félagið í öllum keppnum og skorað 13 mörk. Miðsvæðið er klárlega sú staða sem þarfnast hvað mestrar styrkingar hjá United í sumar, en Paul Pogba, Nemanja Matic og Juan Mata eru allir á leið frá félaginu. Rauðu djöflarnir eru því heldur undirmannaðir á miðsvæðinu og koma Frenkie de Jong gæti því verið eitt skref í átt að lausn við þeim vanda.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira