Sagðir nota sextíu ára gamlar og ónákvæmar eldflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2022 11:22 Eldflaugarnar eru sagðar geta valdið óbreyttum borgurum miklum skaða vegna ónákvæmi við árásir á skotmörk á landi. Getty/Diego Herrera Carcedo Rússar hafa líklega skotið tugum áratuga gamalla eldflauga sem hannaðar voru til að bera kjarnorkuvopn og granda flugmóðurskipum á skotmörk í Úkraínu. Þær eru sagðar ónákvæmar og líklegar til að valda dauðsföllum meðal óbreyttra borgara. Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Eldflaugar þessar kallast Kh-22 og eru 5,5 tonn að þyngd. Þeim er skotið af flugvélum. Þetta segir Varnarmálaráðuneyti Bretlands en ástæðan þess að Rússar nota þessar eldflaugar er talin vera skortur á annars konar nákvæmum eldflaugum og það að loftvarnir Úkraínu komi enn í veg fyrir að flugher Rússlands geti athafnað sig í loftunum yfir mestöllu landinu. Sjá einnig: Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs Ráðuneytið segir einnig, í Twitter-þræði sem finna má hér að neðan, að harðir bardagar geisi enn í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu og að báðar fylkingar hafi líklega orðið fyrir miklu mannfalli. Rússar beiti yfirburðum sínum í stórskotaliði og lofti til að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur. Bretar gefa þó ekki upp neitt dæmi þar sem eldflaugar þessar eiga að hafa verið notaðar. (1/6) As of 10 June, Russian forces around Sieverodonetsk have not made advances into the south of the city. Intense street to street fighting is ongoing and both sides are likely suffering high numbers of casualties.— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 11, 2022 Átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð einkennast af stórskotaliðseinvígum þessa dagana en þar hafa Rússar mikla yfirburði þegar kemur að fjölda vopna og skotfærabirgðum. Áköll Úkraínumanna eftir vopnakerfum og skotfærum hafa aukist mjög á undanförnum dögum. Sjá einnig: Úkraínumenn segja skotfærin brátt á þrotum og setja traust sitt á Vesturlönd Hugveitan Institue for the study of war sagði frá því í stöðuskýrslu í gærkvöldi að yfirmaður í leyniþjónustu hers Úkraínu sagði Rússa eiga tíu til fimmtán fallbyssur fyrir hverja byssu Úkraínumanna. Þörf Úkraínumanna væri mikil því skilvirkar stórskotaliðsárásir væru lykillinn að velgengni á lítið víglínum Úkraínu, því þær hreyfðust lítið.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14 Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54 Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Segir að Selenskí hafi ekki viljað hlusta í aðdraganda innrásarinnar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir að Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir um að Rússar væru að safna liði í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. 11. júní 2022 08:14
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9. júní 2022 07:54
Varnarmálaráðherrar í Reykjavík: Samstíga um að Úkraína verði að vinna stríðið Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Putin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Varnarmálaráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Putin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. 8. júní 2022 19:27