ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:00 Bjarni Fritz og Blædís Fritz eru eðlilega í skýjunum með nýju aðstöðuna. Vísir/Sigurjón ÍR-ingar leggja nú lokahönd á nýtt íþróttahús í Breiðholtinu en íþróttasvæði ÍR-inga er að verða eitt það glæsilegasta á landinu. Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ. ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Eftir nokkrar vikur taka ÍR-ingar í notkun nýtt íþróttahús, bæði fyrir handbolta og körfubolta. Fyrir ekki svo löngu tók félagið í notkun nýtt knattspyrnuhús og í haust flytur handboltinn úr Austurberginu og körfuboltinn úr Seljaskóla. Boltaíþróttirnar þrjár verða því allar sameinaðar við Skógarsel. Bjarni Fritzson tók við þjálfun handknattleiksliðs ÍR fyrr í vikunni og hann segist vera spennutr fyrir því að vinna í nýja húsinu. „Þetta var eitt af því sem mér var lofað þegar ég skrifaði undir samninginn að ég myndi fá nýja aðstöðu,“ sagði Bjarni léttur í samtali við Stöð 2. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt og eitthvað sem ég persónulega er búinn að bíða eftir frá því ég var barn. Ég man þegar við vorum í litla skúrnum og sáum teikningar af þessari geggjuðu aðstöðu fyrir þrjátíu árum eða eitthvað. Það að hún sé að rísa núna er bara stórkostlegt.“ Íþróttahúsið er hið glæsilegasta og er með allt til alls fyrir handbolta- og körfuboltaiðkun. „Þetta er sérstaklega hannað fyrir þær tvær deildir sem eru svona stærstu boltagreinarnar okkar. Þannig að þetta er bara íþróttahúsið okkar og það er virkilega spennandi að við séum að fara að deila húsi aftur og séum í rauninni að deila aðstöðu. Við erum svona í fyrsta skipti að sameina félagið í eitt. Í staðin fyrir að vera öll einhvernveginn á víð og dreif þá erum við að koma þessu semana sem félag núna. Þetta á eftir að efla félagði okkar gríðarlega mikið og sameina það.“ Klippa: ÍR-ingar komnir með eitt glæsilegasta íþróttahús á landinu Húsið rúmar hvorki meira né minna en þrjá körfuboltavelli og þrjá handboltavelli og því er nýtingin frábær fyrir ÍR-inga. „Það vantar kannski aðeins upp á breiddina hérna svo það sé hægt að spila þversum, en við eigum að geta sinnt yngriflokka starfinu frábærlega hérna. Svo skitpum við þessu upp eins og gert er á Hlíðarenda þegar eldri flokkarnir koma. Og við sjáum það núna að það er mjög vel hægt að stunda körfubolta hérna, en handboltamörkin eiga eftir að koma.“ „Breiddin er þokkalega góð, við getum skipt þessu upp og við eigum að geta þjónustað alla okkar krakka og okkar iðkendur frábærlega.“ Í húsinu er einnig glænýr lyftingasalur sem Bjarni er nú þegar byrjaður að nýta fyrir handboltaliðið. „Þetta er algjör leikbreytir þessi aðstaða fyrir okkur. Við förum frá því að vera félag kannski ekki með frábæra aðstöðu í að vera eitt flottasta félag landsins á einni nóttu,“ sagði Bjarni stoltur að lokumþ.
ÍR Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira