Toto kemur Hamilton til varnar: „Hefur verið að prófa nýja parta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2022 11:31 Lewis Hamilton og Toto Wolff. Clive Mason/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, hefur komið sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton til varnar eftir að ökuþórinn var hægari en liðsfélagi sinn, George Russel, í tímatökum þriðju keppnina í röð. Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton mun ræsa sjöundi í Bakú síðar í dag, tveimur sætum á eftir liðsfélaga sínum. Hamilton var 0,212 sekúndum hægari en Russel í tímatökunum í gær. Þetta er nú þriðja keppnin í röð þar sem heimsmeistarinn sjöfaldi er hægari en liðsfélagi sinn í tímatökum og þegar horft er yfir allt keppnistímabilið er þetta í fimmta skiptið sem hann ræsir fyrir aftan hinn Mercedes bílinn. Toto Wolff hefur þó komið Hamilton til varnar og segir ástæðuna fyrir því að hann var hægari en liðsfélagi sinn í gær hafi verið nýir partar bílsins. „Lewis [Hamilton] er bæuinn að vera að prófa frekar tilraunakennda parta á bílnum sínum og í gær var hann með öðruvísi gólf í bílnum sem virkaði ekki,“ sagði Wolff. Þrátt fyrir að Hamilton hafi nú verið hægari en Russel í tímatökum á Spáni, í Mónakó og nú Bakú, þá segir Wolff enn of snemmt að greina einhverskonar mynstur. „Ég er mjög nálægt þessu og sé að á einni æfingunni er annar þeirra hraðari og á þeirri næstu er tekur hinn við. Af því að bíllinn er svo nákvæmur þá máttu ekki stíga eitt feilspor þegar kemur að tilraunum á bílnum. Ef þú gerir það þá myndast strax 0,2-0,3 sekúndna bil á milli þeirra.“ „En við þurfum að gera þessar tilraunir til að læra á bílinn og hvernig við keyrum hann. Í seinustu þrem keppnum hafa þessar tilraunir klikkað hjá Hamilton, en ekki hjá Russel,“ sagði Wolff að lokum.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira