Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 19:32 Þórunn Sveinbjarnardóttir telur ljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn. Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn.
Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39