Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 19:32 Þórunn Sveinbjarnardóttir telur ljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn. Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn.
Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39