Innlent

Þriðja tilfelli apabólu greinist á Íslandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Alls hafa 780 greinst smitaðir af apabólu utan Afríku.
Alls hafa 780 greinst smitaðir af apabólu utan Afríku. Ap/Cynthia S. Goldsmith

Á laugardaginn greindist þriðja apabólusmitið hér á landi. Um er að ræða karlmann á miðjum aldri sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að smitið sé rakið til ferðar í Evrópu. Viðkomandi er ekki alvarlega veikur og dvelur nú heima í einangrun.

Hin tvö smitin sem greind hafa verið hér á landi voru einnig bæði í karlmönnum á miðjum aldri. Þeir tveir sem greindust smitaðir tengdust.

Helsta leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu á apabólu hérlendis er að forðast þær smitleiðir/áhættur sem leitt geta til smita og að leita sér greiningar eins snemma í sjúkdómsferlinu og hægt er.


Tengdar fréttir

Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum

Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×