Vilja stöðva Rússa í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2022 12:17 Úkraínskir hermenn nærri Lysychansk. Getty/Marcus Yam Baráttan um Donbas gæti haft gífurleg áhrif á framvindu innrásar Rússa í Úkraínu. Harðir bardagar hafa geisað þar frá því innrásin hófst í febrúar en Rússar vonast til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur og Úkraínumenn reyna að draga máttinn úr hermönnum Rússlands. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að beri Rússar sigur úr bítum gætu þeir sigrað stóran hluta af bestu hermönnum Úkraínu í héraðinu. Það gæti gert Rússum kleift að ná frekari landsvæði af Úkraínu og þvinga ráðamenn í Kænugarði til að viðurkenna landvinninga þeirra. Rússar hafa beint sjónum sínum að allri strandlengju Úkraínu við Svartahaf og þar á meðal borgir eins og Odessa. Rússneskir hermenn sóttu að henni í upphafi innrásarinnar en voru stöðvaðir við Mykolaiv. Úkraínumenn gætu aftur á móti stöðvað sókn Rússa og dregið verulega úr getu þeirra til lengri tíma. Rússar hafa hingað til virst eiga við manneklu að stríða og hafa átt í erfiðleikum með að fylla upp í raðir sínar, eins og farið er lauslega yfir hér neðar í Vaktinni. Það að stöðva Rússa gæti gert Úkraínumönnum kleift að gera umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum og reka þá á brott frá hernumdum svæðum. Til þess þyrftu Úkraínumenn þó áframhaldandi stuðning og vopnasendingar frá bandamönnum sínum í Vesturlöndum. Með allt stórskotaliðið á einum stað Eins og flestir vita ef til vill, þá einbeittu Rússar sér að Donbas í austurhluta Úkraínu eftir að sókn þeirra að Kænugarði misheppnaðist. Í austri búa Rússar yfir auknum yfirburðum og mun styttri birgðaleiðum sem auðveldar er fyrir þá að verja. Þá hafa Rússar reitt sig mun meira á stórskotalið en áður og beita yfirburðum sínum þar með því að vekja varnir Úkraínumanna verulega áður en þeir sækja fram. Þetta hefur skilað Rússum árangri, þó þeir hafi sótt tiltölulega hægt fram með þessum hætti. Einn sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við sagði Rússa hafa hópað saman öllu sínu stórskotaliði á einu svæði til að brjóta sér leið í gegnum varnir Úkraínumanna. Það gerðu þeir með því að jafna allt sem á vegi þeirra væri við jörðu og sækja fram yfir rústirnar. Reyna að halda aftur af Rússum Forsvarsmenn Úkraínumanna hafa lýst aðstæðum í Donbas sem verulega erfiðum og segjast vera að missa allt að tvö hundruð hermenn á dag. Markmið þeirra eru þó skýr. Þeir vilja halda aftur af Rússum eins lengi og þeir geta og í millitíðinni þjálfa upp fleiri hermenn og fá frekari vopnasendingar frá Vesturlöndum. Það vonast Úkraínumenn til að muni gera þeim mögulegt að reka Rússa á brott.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45 Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13 Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03 Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Vaktin: Framvinda innrásarinnar veltur á baráttunni um Donbas Úkraínumenn hafa náð að opna tvær leiðir, í gegnum Rúmeníu og Pólland, þar sem þeir flytja korn sem hefur setið í höfnum landsins síðan innrás Rússa hófst. 13. júní 2022 07:45
Aðeins ein brú eftir inn í Severodonetsk Harðir bardagar hafa haldið áfram í úkraínsku borginni Severodonetsk og segir héraðsstjórinn Serhiy Haidai ljóst að Rússar séu nú að reyna að einangra borgina að fullu og ná þar yfirráðum. Volodomir Selenskí Úkraínuforseti segir að nú sé barist um hvern einasta metra í borginni. 13. júní 2022 07:13
Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. 12. júní 2022 15:03
Opna McDonald's aftur í Rússlandi undir nýju nafni Veitingastaðir McDonald‘s í Rússlandi voru opnaðir á nýjan leik í morgun eftir að stórfyrirtækið yfirgaf landið fyrr í vor vegna innrásarinnar í Úkraínu. Litlar breytingar hafa verið gerðar á veitingastöðunum eða matnum sem seldur er þar. 12. júní 2022 09:50