Í skeytinu er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ranglega titluð sendandi og skilaboðin merkt lögreglu og íslenskum ráðuneytum. Embætti ríkislögreglustjóra vekur athygli á svikapóstinum og áréttar að skeytið sé alls ekki frá ríkislögreglustjóra. Þá eru viðtakendur varaðir við því að smella á hlekki og viðhengi sem fylgja póstunum og þeir hvattir til að merkja þá sem ruslpóst.
Málið er til skoðunar hjá lögreglunni sem segist vinna að því að loka fyrir frekari falskar póstsendingar frá umræddum aðilum.

„Mikilvægt er að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Í svikapóstinum eru viðtakendur beðnir um að svara tölvupóstinum innan þriggja sólarhringa.
Umrætt skeyti er skrifað á heldur óþjálli íslensku og eru sterkar vísbendingar um að þýðingarforrit hafi verið notað til að þýða textann úr erlendu tungumáli, með heldur dræmum árangri.
Þú verður skráður sem kynferðisafbrotamaður og skráin þín verður einnig send á ljósvakamiðla þar sem fjölskylda þín, ástvinir og allir aðrir sjá hvað þú ert að gera fyrir framan tölvuna þína. Nú hefur þér verið varað við.
Skál,
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
ríkislögreglustjóri