Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli? Rut Einarsdóttir skrifar 14. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun