Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 11:01 Lars á EM í Frakklandi sumarið 2016. Michael Regan/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“ Fótbolti KSÍ Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“
Fótbolti KSÍ Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira