Flott veiði í Svartá í Skagafirði Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2022 11:39 Hrafn með glæsilegan urriða úr Svartá Svartá í Skagafirði er einn af þessum gullmolum í stangveiði sem fleiri veiðimenn ættu klárlega að gefa sér tíma til að kynnast. Þeir sem hafa farið einu sinni í þessa skemmtilegu á sækja alltaf í hana aftur og það er ekkert skrítið því í henni er mjög flottur urriði og afar vænn. Þarna eru flottir veiðistaðir sem kalla á kunnáttu í andstreymisveiði og þurrflugu og það er ekkert leiðinlegt að kasta á þannig vatn þegar þú átt von á allt að 70 sm urriða á fluguna. Hrafn H Hauksson og félagar kíktu í Svartá í Skagafirði um helgina. Var það fyrsta ferð þeirra í Svartá. Aðstæður voru ekki þær auðveldustu, fremur kalt í veðri og væta hluta af tímanum. Við fengum skýrslu frá Hrafni eftir helgina en þeir félagar gerðu mjög flotta veiði. "Þetta endaði i 34 fiskum. 10 af þeim 60+ og bara 3 undir 50. …….. það var fiskur a flestum stöðum fra brúnni ofan við Mælifellsá og upp i efsta stað. Við löbbuðum þetta allt svo yfirferðin var mikil. Stærstu “tveir” voru 69 cm. Sami fiskurinn veiddur með dags millibili. ……. Svæðið við Sölvanes var drjugt en lika gljúfrin og svæðið i kringum Starrastaði.“ Veiðileyfi í Svartá í Skagafirði fást hjá www.veida.is Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Þeir sem hafa farið einu sinni í þessa skemmtilegu á sækja alltaf í hana aftur og það er ekkert skrítið því í henni er mjög flottur urriði og afar vænn. Þarna eru flottir veiðistaðir sem kalla á kunnáttu í andstreymisveiði og þurrflugu og það er ekkert leiðinlegt að kasta á þannig vatn þegar þú átt von á allt að 70 sm urriða á fluguna. Hrafn H Hauksson og félagar kíktu í Svartá í Skagafirði um helgina. Var það fyrsta ferð þeirra í Svartá. Aðstæður voru ekki þær auðveldustu, fremur kalt í veðri og væta hluta af tímanum. Við fengum skýrslu frá Hrafni eftir helgina en þeir félagar gerðu mjög flotta veiði. "Þetta endaði i 34 fiskum. 10 af þeim 60+ og bara 3 undir 50. …….. það var fiskur a flestum stöðum fra brúnni ofan við Mælifellsá og upp i efsta stað. Við löbbuðum þetta allt svo yfirferðin var mikil. Stærstu “tveir” voru 69 cm. Sami fiskurinn veiddur með dags millibili. ……. Svæðið við Sölvanes var drjugt en lika gljúfrin og svæðið i kringum Starrastaði.“ Veiðileyfi í Svartá í Skagafirði fást hjá www.veida.is
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði