Sögulegt tap Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:31 Harry Kane reyndi að fiska vítaspyrnu í leiknum. Það gekk ekki. Chris Brunskill/Getty Images Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd. Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn