54 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt og tveir sátu hjá. Lilja Alfreðsdóttir fagnaði samþykkt frumvarpsins sem hefur verið þrætuepli innan ríkisstjórnarinnar. Á tímapunkti leit út fyrir að frumvarpið myndi ekki ná fram að ganga en gagnrýni úr fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar virðist þó því ekki hafa komið í veg fyrir það.
„Þetta frumvarp þýðir það að kvikmyndagerð á Íslandi er orðin samkeppnishæf aftur þegar við berum okkur saman við önnur ríki og ríkisstjórnin stefnir að því að fjölga störfum í hinum skapandi greinum og er þetta risastór aðgerð í þeirri vegferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við atkvæðagreiðsluna seint í kvöld.
Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North sagði í viðtali á Bylgjunni fyrir nokkru að stór kvikmyndaver bíði eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist því í þessari endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki.