Pérez: Mbappé breytti draumi sínum vegna pólitísks þrýstings Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 13:31 Pérez lét gamminn geysa í viðtali í gær. Samuel de Roman/Getty Images Florentino Pérez, forseti Real Madrid, tjáði sig um málefni franska framherjans Kylian Mbappé í gær. Mbappé var nálægt því að ganga til liðs við spænska stórveldið áður en honum snerist hugur. Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Samningur Mbappé við félag hans, Paris Saint-Germain, átti að renna út í sumar og mátti Real Madrid ræða við hann um vistaskipti frá 1. janúar, þegar sex mánuðir voru til loka samningsins. Mbappé var látlaust orðaður við Real Madrid í vor og fátt virtist geta stöðvað flutninga hans til spænsku höfuðborgarinnar. Allt þar til hann virðist hafa tekið U-beygju og endursamdi við Parísarliðið undir lok síðasta mánaðar. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, var til viðtals í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito í gærkvöld þar sem hann segir tvö ríki hafa beitt hann miklum þrýstingi og í raun snúið upp á höndina á honum. „Mbappé sveik ekki neinn. Draumur hans var að koma til Madríd, hann keypti alltaf treyjurnar okkar, en aðstæður breyttust vegna pólitískrar og fjárhagslegrar pressu. Að lokum sættum við okkur við það að Mbappé vildi ekki koma, hann breytti draumi sínum,“ „Ég kann enn að meta Mbappé, að sjálfsögðu. Mamma hans vildi að hann kæmi til Madrídar, vegna þess að það er draumur sonar hennar. Hún var leið,“ „En ég held að þeir hafi ruglað hann í ríminu. Ég trúði honum og hans draumi, en stundum rætast draumar ekki. Tvö mismunandi ríki þrýstu á Mbappé og þeim tókst að rugla hann,“ segir Pérez. Hann vísar þar til Frakklands og Katar. PSG er í eigu fjárfestingasjóðs Katar og þá hefur Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, viðurkennt að hafa ráðlagt Mbappé að halda kyrru fyrir í heimalandinu.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira