Takk Seðlabankastjóri Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. júní 2022 12:00 Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun