„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:30 Alfreð segist ekki vera hættur í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira