„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 19:20 Áslaug Thelma Einarsdóttir (t.v.) var forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar þar til henni var sagt upp 2018. Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Samsett Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms frá árinu 2020. Áslaug starfaði sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp árið 2018. Í dómi Landsréttar segir meðal annars að Orkuveitan hafi vegið að æru Áslaugar með síðbúnum skýringum um frammistöðuvanda. Áslaug segist í Facebook-færslu í dag þakklát fyrir að málinu sé lokið. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitunnar steig tímabundið til hliðar vegna þess. Samgleðst Áslaugu Thelmu Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið muni ekki áfrýja dómi Landsréttar. „Við ætlum að una þessum dómi, sem er ólíkur dómi héraðsdóms. En svona er þetta, hann féll svona, og ég í rauninni samgleðst Áslaugu Thelmu með niðurstöðuna,“ segir Berglind. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þið eruð þarna gerð skaðabótaskyld, hafið þið rætt skaðabætur við Áslaugu? „Já, það er rétt. Okkar lögfræðingur er búinn að vera í samskiptum við lögfræðing Áslaugar Thelmu og það stendur til að hittast í næstu viku og fara að ræða það mál í framhaldinu.“ Ekkert liggi þó fyrir um upphæð skaðabótanna. „Niðurstaðan er skýr. Þetta er vandaður dómur og kemur ekki til greina að áfrýja. Og við hefðum átt að vanda okkur betur þá. Og við tökum því,“ segir Berglind. Er þetta áfellisdómur yfir fyrirtækinu? „Nei, það held ég ekki. Við lifum öll og lærum. Og við höfum gert það og ætlum að halda áfram að gera það,“ segir Berglind.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58