Óskar Hrafn: Ekkert grín að koma Valsmönnum í kaðlana Árni Jóhannsson skrifar 16. júní 2022 22:52 Óskar Hrafn gat verið ánægður þrátt fyrir tap Vísir/Vilhelm Þjálfari Breiðabliks, Óskar Hrafn Þorvaldsson, var að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en hann var ánægður með frammistöðuna og var á því að hann væri ekki í þessu til að finna sökudólga. Hans menn töpuðu í fyrsta sinn í sumar fyrir Val 3-2 en úrslitin réðust í uppbótatíma. Blikar lentu 2-0 undir en unnu sig inn í leikinn og jöfnuðu metin í 2-2. Óskar var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru eftir að Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar. „Ég er bara stoltur af liðinu. Þetta frábær leikur hjá okkur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik en liðið sýndi frábæran karakter. Það er ekkert grín að koma Valsmönnunum í kaðlana þegar þeir eru komnir 2-0 yfir en við gerðum það svo sannarlega. Mér fannst við vera með leikinn í lokin en þeir eru með gæði og refsuðu okkur. Ég hef áður talað um það að það skiptir ekki máli hvernig leikir enda, í grunnin er það frammistaðan sem skiptir máli. Ég hef verið fúll með sigurleiki hjá okkur en ég get ekkert annað en verið gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu og með svona frammistöðu þá hefur þú ekkert áhyggjur af því sem kemur á eftir.“ „Það tók okkur smá tíma að finna taktinn í upphafi leiks en ég er ánægður með kraftinn og karakterinn í liðinu eftir að hafa komið okkur í holu í fyrri hálfleik. Það var enginn að fara taplaust í gegnum þetta tímabil. Einn sigur eða tap til og frá skipta á endanum ekki máli. Við fórum ekki of hátt á sigurgöngunni og við munum ekki fara í einhverja djúpa dali þótt við töpum einum leik.“ Óskar var þá spurður hvort mörkin sem liðið fékk á sig trufluðu hann eitthvað fyrst að frammistaðan var honum að skapi. „Já og nei. Sýndu mér mark sem hefur ekki orðið til eftir mistök. Það er hægt að greina allt og finna sökudólga hér og þar. Við spilum á ákveðinn hátt og því miður þá er það þannig að í síðustu tveimur leikjum á móti Val þá hafa þeir refsað okkur og fengið mjög þægileg mörk. Annað markið var mjög gott og þriðja líka. Við vorum komnir mjög hátt og ætluðum að vinna leikinn, sérfræðingarnir geta greint þetta og fundið einhverja sökudólga en það eru ekki við. Við erum ekki að finna sökudólga í hverju einasta atriði leiksins. „Við vinnum saman og töpum saman. Skorum mörkin saman og ég á alveg eins jafn mikinn þátt í þessu og hver annar enda gengur það ekki að lússkoða öll atriði sem fara á móti þér. Það er bara áfram gakk. Ég er virkilega ánægður með þennan leik og fannst hann virkilega góður. Þannig er það bara.“ Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Óskar var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru eftir að Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar. „Ég er bara stoltur af liðinu. Þetta frábær leikur hjá okkur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik en liðið sýndi frábæran karakter. Það er ekkert grín að koma Valsmönnunum í kaðlana þegar þeir eru komnir 2-0 yfir en við gerðum það svo sannarlega. Mér fannst við vera með leikinn í lokin en þeir eru með gæði og refsuðu okkur. Ég hef áður talað um það að það skiptir ekki máli hvernig leikir enda, í grunnin er það frammistaðan sem skiptir máli. Ég hef verið fúll með sigurleiki hjá okkur en ég get ekkert annað en verið gríðarlega ánægður með þessa frammistöðu og með svona frammistöðu þá hefur þú ekkert áhyggjur af því sem kemur á eftir.“ „Það tók okkur smá tíma að finna taktinn í upphafi leiks en ég er ánægður með kraftinn og karakterinn í liðinu eftir að hafa komið okkur í holu í fyrri hálfleik. Það var enginn að fara taplaust í gegnum þetta tímabil. Einn sigur eða tap til og frá skipta á endanum ekki máli. Við fórum ekki of hátt á sigurgöngunni og við munum ekki fara í einhverja djúpa dali þótt við töpum einum leik.“ Óskar var þá spurður hvort mörkin sem liðið fékk á sig trufluðu hann eitthvað fyrst að frammistaðan var honum að skapi. „Já og nei. Sýndu mér mark sem hefur ekki orðið til eftir mistök. Það er hægt að greina allt og finna sökudólga hér og þar. Við spilum á ákveðinn hátt og því miður þá er það þannig að í síðustu tveimur leikjum á móti Val þá hafa þeir refsað okkur og fengið mjög þægileg mörk. Annað markið var mjög gott og þriðja líka. Við vorum komnir mjög hátt og ætluðum að vinna leikinn, sérfræðingarnir geta greint þetta og fundið einhverja sökudólga en það eru ekki við. Við erum ekki að finna sökudólga í hverju einasta atriði leiksins. „Við vinnum saman og töpum saman. Skorum mörkin saman og ég á alveg eins jafn mikinn þátt í þessu og hver annar enda gengur það ekki að lússkoða öll atriði sem fara á móti þér. Það er bara áfram gakk. Ég er virkilega ánægður með þennan leik og fannst hann virkilega góður. Þannig er það bara.“
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi gegn KR Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Leik lokið: Valur-Breiðablik 3-2 | Valsmenn fyrstir til að vinna Blika Valsmenn urðu í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Breiðablik er liðið vann dramatískan 3-2 sigur á Hlíðarenda í 9. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum stigin þrjú með marki í uppbótartíma. 16. júní 2022 22:15
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn