„Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 12:35 Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins. Vísir/Friðrik Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. „Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira