Á vef The Mirror í dag kemur fram lögreglan vilji framlengja gæsluvarðhald þessa fyrrverandi leikmanns Manchester United þar sem rannsókn er enn í gangi.
Lögreglan mun fara með mál sitt fyrir dómara í næstu viku en Greenwood verður ekki á staðnum. Sömuleiðis verða engir fjölmiðlar á staðnum.
Í viðtali The Mirror við lögreglu á Manchester-svæðinu kom fram að farið verði með málið fyrir dómara þann 23. júní næstkomandi. Þá kemur næsta skref málsins í ljós.
Nýverið fóru orðrómar á kreik að búið væri að dæma í málinu og Greenwood væri laus allra mála. Það reyndust hinar mestu falsfregnir og er hann í dag hvergi nálægt leikmannahóp Man United.