Svana Gísla framleiðir ABBA sýninguna í London: „Þetta hefur aldrei verið gert áður“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. júní 2022 10:00 Svana Gísla, framleiðandi stórsýningarinnar ABBA Voyage, ræddi við blaðamann. Aðsend Framleiðandinn Svana Gísla hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að láta stórsýninguna ABBA Voyage verða að veruleika. Svana og Ludvig Andersson framleiða sýninguna saman og unnu þau náið með leikstjóranum Baillie Walsh. Blaðamaður tók púlsinn á Svönu og fékk að heyra nánar frá þessu spennandi ferli. Þann 26. maí síðastliðinn opnaði ABBA Voyage, tónleikar sem sýna svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum ABBA flytja sín stærstu lög. Agnetha Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad eru sýnd á sínu blómaskeiði og er líkt og yngri útgáfur af þeim séu í raun og veru upp á sviði að syngja. View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Í vinnslu í fjögur ár Svana Gísla hefur komið víða að í tónlistar- og kvikmyndaheiminum og meðal annars verið tilnefnd til fjölda Grammy og Emmy verðlauna fyrir tónlistar heimildamyndir og tónleika. Hún hefur unnið tónlistarmyndbönd fyrir stórstjörnur á borð við David Bowie, Madonnu, Coldplay og The Rolling Stones, svo eitthvað sé nefnt. Ásamt því hefur hún unnið fyrir tónlistarfólk á borð við Beyoncé, Jay Z fyrir HBO, Bruce Springsteen, Swedish House Mafia og fleiri. „Verkefnið kom upphaflega á mitt borð árið 2017 og þá fór ég að vinna að rannsókn og þróun á þessu,“ segir Svana en hún hefur verið að vinna í þessum geira síðastliðin 25 ár í London. „Svo gekk það ágætlega þannig að árið 2018 var mér boðið að framleiða þetta, taka þetta algjörlega að mér og stýra þessu frá grunni. Og við vorum að opna núna 26. maí.“ View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Stolt og á sama tíma létt Tónleikarnir Abba Voyage fara fram í sérstakri og nýbyggðri ABBA höll sem er staðsett í QueenElizabeth Olympic Park í London. Þeir eru 95 mínútur að lengd og búa meðal annars yfir miklum tæknibrellum, glæsilegum búningum og tíu manna hljómsveit sem spila á staðnum í gegnum alla tónleikana. Tónleikahöllin er ekkert smáræði en hún rúmar 3000 gesti, býr yfir 291 hátalara í rýminu og 500 hreyfi ljósum. View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) „Það eru ofsaleg forréttindi að fá að fylgja svona stóru verkefni eftir. Á köflum þótti það hálf ómögulegt þar sem fólk trúði því ekki að okkur myndi takast þetta. Að búa til tónleika, byggja tónleikahöll og öllu sem því fylgdi,“ segir Svana. Hún segir að Covid faraldurinn hafi að sjálfsögðu sett strik í reikninginn og gert hlutina erfiðari en að lokum tókst þetta. „Upplifunin að opna og fá þessa ótrúlega góðu dóma á öllum fjölmiðlum, það er bara yndislegt. Ég get ekki lýst því. Ég er ofboðslega stolt og þetta er á sama tíma líka léttir. Það er mikil ábyrgð að stýra þessu, tól, tæki og miklir fjármunir. Það er góð tilfinning að vita að ég hafi ekki klúðrað,“ segir Svana og hlær. View this post on Instagram A post shared by Svana Gisla (@svanagisla) Hópur snillinga Svana framleiðir þetta batterí og stýrir því en segist ekki vera sú sem kemur með hugmyndirnar. „Ég bý yfir ofsalega góðri reynslu, rak kvikmyndadeild fyrir Ridley Scott í 16 ár og vann þar með bestu leikstjórum og hugmyndasnillingum í heimi.“ Hún segir góða samvinnu vera lykilatriði í svona framleiðslu. „Ég hef alltaf haldið rosalega vel utan um mitt teymi og mitt fólk. Ég og Baillie Walsh leikstjóri erum búin að vinna saman í 25 ár, Johan Renck (sænskur tónlistar leikstjóri) er búinn að vinna með mér í 20 ár. Ég vinn með fólki sem stendur upp úr sem miklir snillingar. Mitt starf er að hjálpa þeim, koma undir okkur grunni og stærra liði, sem nær svo að skila hugmyndunum í hús á sem bestan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Aldrei verið gert áður Svana segir mikla vinnu vera að baki ABBA Voyage sem tók langan tíma. „Þetta hefur aldrei verið gert áður og svona 30% af tímanum fór í að útskýra fyrir fólki hvað þetta er. Því fór ansi mikil orka í að lýsa þessu, þróa þetta og sannfæra fólk í að koma með, styðja og taka þátt. Það eru 1500 manns sem hafa komið að þessu og ég er rosalega stolt af því að við, sem þessi stóri hópur, höfum náð að skila þessu af okkur svona fallega og að þetta sé að fá svona góðar viðtökur. Ég er stolt af hverri einustu manneskju sem tók þátt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Gisla (@svanagisla) Leikstjórinn Íslandsvinur „Það er gaman að segja frá því að Baillie, leikstjóri ABBA Voyage, er Íslandsvinur og á sumarhús í Hvalfirði,“ segir Svana og bætir við: „Ég hef eiginlega ættleitt hann sem íslenskan bróður.“ Þau fögnuðu 17. júní saman í síðustu viku í ABBA Arena og segir hún Baillie heillaðan af Íslandi og sæki gjarnan innblástur þar. „Ég er frá Akranesi og eitt sinn vorum við á leið þangað en ég ákvað að keyra Hvalfjörðinn og sýna honum fegurðina. Ári seinna kaupir hann sér hús þar en hann vann einmitt mikið af þessari hugmyndavinnu fyrir sýninguna í Hvalfirðinum.“ Fyrsti frídagur í langan tíma Svana átti sinn fyrsta frídag í síðustu viku í ansi langan tíma. „Ég setti símann ofan í skúffu átta um morguninn og tók hann ekki aftur upp fyrr en átta um kvöldið. Það hefur ekki gerst í mörg ár.“ Það er nóg framundan hjá henni. „Nýtt show og ný bygging! Við erum að afhenda þetta í aðrar hendur en ég labba ekkert í burtu frá þessu á næstunni,“ segir Svana en hún verður að minnsta kosti að reka þetta út árið. „Svo sé ég til hvaða boð ég fæ næst, en ég er ekkert að flýta mér.“ Framúrstefnulegar hugmyndir verða að veruleika Það voru fleiri Íslendingar sem komu að ABBA verkefninu og má þar nefna tónlistarmanninn og tónskáldið Tóta Guðnason, sem kom að hljóðheimi í rýminu fyrir tónleikana. Tóti samdi sem dæmi tónlist fyrir kvikmyndina Lamb en blaðamaður heyrði í honum varðandi þetta verkefni. „Mér skilst að þau hafi heyrt skorið mitt fyrir Lamb og fundist hljóðheimurinn minn passa vel við þá sýn sem þau höfðu fyrir inngöngu gesta í rýmið og upplifunina fram að showinu.“ View this post on Instagram A post shared by Tóti (Þórarinn Guðnason) (@totigudna) Tóti segir ferlið hafa verið virkilega skemmtilegt. „Það var hálf súrrealískt að sjá þessar framúrstefnulegu hugmyndir verða að veruleika á tiltölulega stuttum tíma og sjá það heppnast svona brjálæðislega vel. Tónleikarnir eru algerlega magnaðir og það hefur verið sannur heiður að vinna að þessu einstaka verkefni.“ Tónlist Menning Svíþjóð Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýndarveruleikatónleika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll saman opinberlega við frumsýningu tónleikanna. 27. maí 2022 15:31 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þann 26. maí síðastliðinn opnaði ABBA Voyage, tónleikar sem sýna svokallaða „ABBA-tara“ eða stafræna holdgervinga af meðlimum ABBA flytja sín stærstu lög. Agnetha Fältskog, Björn Ulvaeus, Benny Andersson og Anni-Frid Lyngstad eru sýnd á sínu blómaskeiði og er líkt og yngri útgáfur af þeim séu í raun og veru upp á sviði að syngja. View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Í vinnslu í fjögur ár Svana Gísla hefur komið víða að í tónlistar- og kvikmyndaheiminum og meðal annars verið tilnefnd til fjölda Grammy og Emmy verðlauna fyrir tónlistar heimildamyndir og tónleika. Hún hefur unnið tónlistarmyndbönd fyrir stórstjörnur á borð við David Bowie, Madonnu, Coldplay og The Rolling Stones, svo eitthvað sé nefnt. Ásamt því hefur hún unnið fyrir tónlistarfólk á borð við Beyoncé, Jay Z fyrir HBO, Bruce Springsteen, Swedish House Mafia og fleiri. „Verkefnið kom upphaflega á mitt borð árið 2017 og þá fór ég að vinna að rannsókn og þróun á þessu,“ segir Svana en hún hefur verið að vinna í þessum geira síðastliðin 25 ár í London. „Svo gekk það ágætlega þannig að árið 2018 var mér boðið að framleiða þetta, taka þetta algjörlega að mér og stýra þessu frá grunni. Og við vorum að opna núna 26. maí.“ View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Stolt og á sama tíma létt Tónleikarnir Abba Voyage fara fram í sérstakri og nýbyggðri ABBA höll sem er staðsett í QueenElizabeth Olympic Park í London. Þeir eru 95 mínútur að lengd og búa meðal annars yfir miklum tæknibrellum, glæsilegum búningum og tíu manna hljómsveit sem spila á staðnum í gegnum alla tónleikana. Tónleikahöllin er ekkert smáræði en hún rúmar 3000 gesti, býr yfir 291 hátalara í rýminu og 500 hreyfi ljósum. View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) „Það eru ofsaleg forréttindi að fá að fylgja svona stóru verkefni eftir. Á köflum þótti það hálf ómögulegt þar sem fólk trúði því ekki að okkur myndi takast þetta. Að búa til tónleika, byggja tónleikahöll og öllu sem því fylgdi,“ segir Svana. Hún segir að Covid faraldurinn hafi að sjálfsögðu sett strik í reikninginn og gert hlutina erfiðari en að lokum tókst þetta. „Upplifunin að opna og fá þessa ótrúlega góðu dóma á öllum fjölmiðlum, það er bara yndislegt. Ég get ekki lýst því. Ég er ofboðslega stolt og þetta er á sama tíma líka léttir. Það er mikil ábyrgð að stýra þessu, tól, tæki og miklir fjármunir. Það er góð tilfinning að vita að ég hafi ekki klúðrað,“ segir Svana og hlær. View this post on Instagram A post shared by Svana Gisla (@svanagisla) Hópur snillinga Svana framleiðir þetta batterí og stýrir því en segist ekki vera sú sem kemur með hugmyndirnar. „Ég bý yfir ofsalega góðri reynslu, rak kvikmyndadeild fyrir Ridley Scott í 16 ár og vann þar með bestu leikstjórum og hugmyndasnillingum í heimi.“ Hún segir góða samvinnu vera lykilatriði í svona framleiðslu. „Ég hef alltaf haldið rosalega vel utan um mitt teymi og mitt fólk. Ég og Baillie Walsh leikstjóri erum búin að vinna saman í 25 ár, Johan Renck (sænskur tónlistar leikstjóri) er búinn að vinna með mér í 20 ár. Ég vinn með fólki sem stendur upp úr sem miklir snillingar. Mitt starf er að hjálpa þeim, koma undir okkur grunni og stærra liði, sem nær svo að skila hugmyndunum í hús á sem bestan hátt.“ View this post on Instagram A post shared by ABBA Voyage (@abbavoyage) Aldrei verið gert áður Svana segir mikla vinnu vera að baki ABBA Voyage sem tók langan tíma. „Þetta hefur aldrei verið gert áður og svona 30% af tímanum fór í að útskýra fyrir fólki hvað þetta er. Því fór ansi mikil orka í að lýsa þessu, þróa þetta og sannfæra fólk í að koma með, styðja og taka þátt. Það eru 1500 manns sem hafa komið að þessu og ég er rosalega stolt af því að við, sem þessi stóri hópur, höfum náð að skila þessu af okkur svona fallega og að þetta sé að fá svona góðar viðtökur. Ég er stolt af hverri einustu manneskju sem tók þátt.“ View this post on Instagram A post shared by Svana Gisla (@svanagisla) Leikstjórinn Íslandsvinur „Það er gaman að segja frá því að Baillie, leikstjóri ABBA Voyage, er Íslandsvinur og á sumarhús í Hvalfirði,“ segir Svana og bætir við: „Ég hef eiginlega ættleitt hann sem íslenskan bróður.“ Þau fögnuðu 17. júní saman í síðustu viku í ABBA Arena og segir hún Baillie heillaðan af Íslandi og sæki gjarnan innblástur þar. „Ég er frá Akranesi og eitt sinn vorum við á leið þangað en ég ákvað að keyra Hvalfjörðinn og sýna honum fegurðina. Ári seinna kaupir hann sér hús þar en hann vann einmitt mikið af þessari hugmyndavinnu fyrir sýninguna í Hvalfirðinum.“ Fyrsti frídagur í langan tíma Svana átti sinn fyrsta frídag í síðustu viku í ansi langan tíma. „Ég setti símann ofan í skúffu átta um morguninn og tók hann ekki aftur upp fyrr en átta um kvöldið. Það hefur ekki gerst í mörg ár.“ Það er nóg framundan hjá henni. „Nýtt show og ný bygging! Við erum að afhenda þetta í aðrar hendur en ég labba ekkert í burtu frá þessu á næstunni,“ segir Svana en hún verður að minnsta kosti að reka þetta út árið. „Svo sé ég til hvaða boð ég fæ næst, en ég er ekkert að flýta mér.“ Framúrstefnulegar hugmyndir verða að veruleika Það voru fleiri Íslendingar sem komu að ABBA verkefninu og má þar nefna tónlistarmanninn og tónskáldið Tóta Guðnason, sem kom að hljóðheimi í rýminu fyrir tónleikana. Tóti samdi sem dæmi tónlist fyrir kvikmyndina Lamb en blaðamaður heyrði í honum varðandi þetta verkefni. „Mér skilst að þau hafi heyrt skorið mitt fyrir Lamb og fundist hljóðheimurinn minn passa vel við þá sýn sem þau höfðu fyrir inngöngu gesta í rýmið og upplifunina fram að showinu.“ View this post on Instagram A post shared by Tóti (Þórarinn Guðnason) (@totigudna) Tóti segir ferlið hafa verið virkilega skemmtilegt. „Það var hálf súrrealískt að sjá þessar framúrstefnulegu hugmyndir verða að veruleika á tiltölulega stuttum tíma og sjá það heppnast svona brjálæðislega vel. Tónleikarnir eru algerlega magnaðir og það hefur verið sannur heiður að vinna að þessu einstaka verkefni.“
Tónlist Menning Svíþjóð Bretland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýndarveruleikatónleika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll saman opinberlega við frumsýningu tónleikanna. 27. maí 2022 15:31 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mamma mia! ABBA heldur tónleika í fyrsta skipti í fjörutíu ár ABBA stimplar sig inn í framtíðina og heldur sína fyrstu tónleika í rúmlega fjörutíu ár með aðstoð tækninnar í formi sýndarveruleikatónleika. Meðlimir hljómsveitarinnar þau Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn komu öll saman opinberlega við frumsýningu tónleikanna. 27. maí 2022 15:31