„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 21:00 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, opnaði Elliðaárnar í morgun með Reykvíkingum ársins, þeim Kamilu og Marco. Reykjavíkurborg/Bjarni Brynjólfsson Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur. Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur.
Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30