Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Atli Arason skrifar 20. júní 2022 21:00 Ryan Giggs fyrir utan réttarsalinn í Manchester í maí síðastliðnum. Christopher Furlong/Getty Images Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs. HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs.
HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Sjá meira