„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 13:01 Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber)
Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp