Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2022 21:30 Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalabyssurnar eru komnar á sinn stað. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51