Markús hafi ekki verið vanhæfur í BK-málinu Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 15:47 Markús Sigurbjörnsson vermdi sæti forseti Hæstaréttar fyrir miðju þegar dómur gekk í BK-málinu svokallaða. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur vísaði í dag frá máli Magnúsar Arnars Arngrímsssonar, sem kallað hefur verið BK-málið, en Endurupptökunefnd féllst á beiðni Magnúsar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, um að tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Hæstarétti árið 2015 yrði endurupptekinn. Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Hrunið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Auk Magnúsar Arnars hlutu þeir Birkir Kristinsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, Elmar Svavarsson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá bankanum, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, dóm í málinu. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Magnús Arnar fór fram á endurupptöku málsins á þeim grundvelli að Markús Sigurbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu þar sem hann hafi tapað umtalsverðum fjárhæðum við fall Glitnis. Með úrskurði endurupptökunefndar í október 2020 var fallist á beiðni hans um endurupptöku málsins. Vísaði nefndin til þess að einn dómara fyrrgreinds hæstaréttarmáls hefði gert samning í janúar 2007 við Glitni um eignastýringu og að hann hefði tapað verulegum fjármunum í þeim viðskiptum. Dómarinn hefði verið vanhæfur til að dæma í málinu og af þeirri ástæðu hefðu verið gallar á meðferð málsins fyrir Hæstarétti í skilningi laga um meðferð sakamála. Tap Markúsar óverulegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að lækkun á andvirði þeirra fjármuna sem Markús hafði í eignastýringu hefði numið 14,78 prósent við fall bankans. Þessi lækkun yrði ekki talin veruleg þegar horft væri til þeirra efnahagsáhrifa sem þorri almennings hefði þurft að þola á þessum tíma með lækkun eignaverðs, rýrnun lífeyrisréttinda, hækkun verðlags vegna gengishruns og hækkun skulda vegna verðlagsbreytinga meðal annars vegna tengingar lána við vísitölu neysluverðs. Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki yrði talið að dómarinn hefði á grundvelli laga um meðferð sakamála verið vanhæfur til að fara með málið. Af þeirri ástæðu væri ekki fullnægt lagaskilyrðum fyrir endurupptöku málsins. Aðalkrafa ákæruvaldsins um frávísun málsins frá Hæstarétti var því tekin til greina. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Hrunið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira